Sport

Langaði að hlæja eftir hvert högg í andlitið á henni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nunes er hér að ganga frá Rondu.
Nunes er hér að ganga frá Rondu. vísir/getty

UFC-meistarinn í bantamvigt kvenna, Amanda Nunes, naut þess í botn að lemja Rondu Rousey um áramótin.

Nunes segist hafa verið reið í bardaganum. Öll auglýsingastarfsemin snérist um Rondu og það var varla minnst á hana þó svo hún væri meistarinn.

„Ég var sorgmædd og fannst ég vera einmana. Að öll umfjöllunin væri um Rondu særði mig. Ég barðist af reiði þennan dag,“ sagði Nunes en hún kláraði Rondu á 48 sekúndum.

„Í hvert skipti sem ég kýldi hana þá vildi ég meira. Þess vegna var bardaginn svona stuttur. Ég hætti ekki að berja frá mér fyrr en bardaginn var stöðvaður.“

Hún viðurkennir að það hafi verið góð tilfinning að lemja Rondu.

„Það var frábært. Í hvert skipti sem ég lamdi hana í andlitið þá langaði mig að hlæja. Ég náði að halda því inn í mér en þetta var samt frábært.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira