Viðskipti innlent

Styrking krónunnar að slátra rekstri Dohop

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Engin leið er að sjá hvaða áhrif haftalosunin hefur á þróun á gjaldeyrismarkaði.
Engin leið er að sjá hvaða áhrif haftalosunin hefur á þróun á gjaldeyrismarkaði. vísir/gva

Afnám hafta, sem kynnt var á sunnudag og tekur gildi í dag, mun ekki hafa mikil bein áhrif á almenning og smærri fyrirtæki, að mati Stefáns Brodda Guðjónssonar, forstöðumanns Greiningardeildar Arion banka.

Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop

Undir þetta tekur Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri ferðavefsins Dohop. Hann segir að haftaafnámið muni ekki hafa nein áhrif á sitt fyrirtæki. „Ég get ekki séð það. Höftin hafa ekki haft nein áhrif á okkur sem fyrirtæki. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með neinar gjaldeyrishreyfingar eða neitt slíkt,“ segir hann.

Hins vegar hafi gengi krónunnar haft gríðarleg áhrif á rekstur fyrirtækisins, en krónan hefur styrkst verulega undanfarnar vikur. „Á þessu ári hugsa ég að við verðum af svona 60 til 80 milljónum í tekjur fyrir félag sem velti 300 milljónum á síðasta ári. Að þessu leyti erum við í nákvæmlega sömu stöðu og útgerðarfélögin. Áttatíu prósent af kostnaðinum eru laun og það er allt í krónum og 93 prósent af tekjunum eru í erlendri mynt. Þannig að þetta slátrar okkur,“ segir hann. Þess vegna sé fyrirtækið að færa kostnaðinn til útlanda með því að segja upp starfsmönnum á Íslandi og ráða frekar starfsfólk í Austur-Evrópu. Á síðustu tveimur mánuðum hefur fyrirtækið sagt upp tíu starfsmönnum en þeir voru þrjátíu þegar mest var.

Stefán Broddi segir að áhrif af afnámi haftanna geti hins vegar orðið meiri á stærri fyrirtæki, til dæmis þau fyrirtæki sem stefni að skráningu á markaði erlendis. „Maður veltir fyrir sér hvort þetta hafi áhrif á möguleika á tvískráningu innlendra fyrirtækja, til dæmis Eimskipa og Icelandair,“ segir Stefán Broddi.

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir að Eimskip hafi haft áhuga á því að skrá félagið á markað í Noregi. „Það var verið að tala um Ósló á sínum tíma og það voru nokkur ljón í veginum. Til dæmis voru gjaldeyrishöft á Íslandi til trafala. Markaðir í Ósló voru ekki sterkir á þeim tíma og það var ýmislegt sem stóð í veginum,“ segir hann. Hann segir ekkert hafa dregið til tíðinda varðandi þetta að undanförnu. Vissulega sé eitt ljónið farið úr veginum en núna séu menn að meta hvaða þýðingu ákvörðun Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar hefur. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,22
8
242.526
ICEAIR
0,66
11
85.648
MARL
0,29
12
438.347
ORIGO
0
1
497
TM
0
1
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,52
8
78.711
EIK
-1,42
5
129.885
REITIR
-1,11
8
236.805
SIMINN
-0,95
10
162.353
N1
-0,82
5
133.850