Viðskipti innlent

Lögmaður: Krónueigendur kanni réttarstöðu sína

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Höftin eru á bak og burt frá og með deginum í dag.
Höftin eru á bak og burt frá og með deginum í dag. vísir/eyþór

Fjármagnseigendur sem áttu krónur og keyptu evrur í útboði Seðlabankans í vor á genginu 190 munu hugsanlega kanna rétt sinn nú þegar ríkið hefur ákveðið að semja við krónueigendur sem eftir sátu um að kaupa evrur á genginu 137,5. Þetta segir Helgi Pétur Magnússon lögmaður sem hefur unnið fyrir krónueigendur.

„Menn sem eiga tugi eða hundruð milljóna undir þeir hljóta að kanna þá stöðu. Maður getur í það minnsta ekki útilokað þann möguleika,“ segir Helgi Pétur. Hann býst við því að hann muni hafa samband við umbjóðendur sína og gera þeim grein fyrir stöðunni og kanna viðbrögð þeirra.

„Við þurfum í fyrsta lagi að fá að vita hvort einhver sem tók þátt í útboðinu síðasta sumar hafi gert fyrir­vara við það. Í öðru lagi þurfum við að vita hvort þeir einstaklingar eigi þá kröfu á ríkissjóð vegna þessa,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. „Okkur hefur verið tjáð að svo sé ekki en við í efnahags og viðskiptanefnd höfum kallað eftir frekari svörum þess efnis.“

Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, vísaði á Seðlabankann aðspurður hvort einhverjir slíkir fyrirvarar hefðu verið gerðir.

Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins vísir/stefán

Uppgjörið gæti reynst erfitt
Að mati Helga Péturs gæti reynst flókið að gera upp við þátttakendur í aflandsútboðum síðasta árs ef þeir eiga kröfu á ríkið. 

Í júní í fyrra var 1.688 tilboðum tekið en fjárhæð samþykktra tilboða nam 83 milljörðum króna. Gengið þá var 190 krónur á evruna og var eftirstandandi aflandskrónum komið fyrir á vaxtalitlum reikningum. Hluti snjóhengjunnar var síðan leystur út síðasta föstudag með samkomulagi um kaup á 90 milljörðum af aflands­krónum en þar var gengið 137,5 krónur á evruna. Hefðu þátttakendur í fyrra beðið hefðu þeir fengið um 20 milljörðum meir í sinn hlut.

Aflandskrónueignir í lok síðasta mánaðar námu tæplega 200 milljörðum. Eftir að viðskiptin síðasta föstudag gengu í gegn standa eftir um 100 milljarðar króna. Eigendur þeirra króna hafa hafnað tilboðum ríkisins um kaup á krónunum.

Helgi Pétur segir stöðuna geta verið flókna því sum fyrirtækjanna sem hafi átt krónurnar séu ef til vill ekki til lengur, heldur hafi þau farið í gegnum gjaldþrotaskipti og mögulega nauðasamninga. „Þetta er flókin staða í mínu tilfelli til dæmis, en hún gæti verið einfaldari í öðrum tilfellum. Þar sem um er að ræða stórar kröfur og fyrirtæki í rekstri,“ segir Helgi Pétur.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,22
8
242.526
ICEAIR
0,66
11
85.648
MARL
0,29
12
438.347
ORIGO
0
1
497
TM
0
1
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,52
8
78.711
EIK
-1,42
5
129.885
REITIR
-1,11
8
236.805
SIMINN
-0,95
10
162.353
N1
-0,82
5
133.850