Viðskipti innlent

Fjaðrandi sæti í fyrsta sæti

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Páll, Svavar og Birgir Fannar hressir með 1. verðlaunin.
Páll, Svavar og Birgir Fannar hressir með 1. verðlaunin.

Safe Seat, fjaðrandi bátasæti sem verndar hrygginn, var sú viðskiptahugmynd sem vann Gulleggið 2017 í frumkvöðlakeppni sem Icelandic Startups hefur staðið fyrir árlega um tíu ára skeið.

„Milljónin kemur sér vel. Við erum að fara í þróunarfasa á bátasætinu sem við ætlum að framleiða, það er sérlega hugsað til að vernda hryggsúlu skipstjórnarmanna í vondu sjólagi,“ segir Svavar Konráðsson, einn þriggja félaga sem hlutu 1. verðlaun í frumkvöðlakeppninni Gullegginu á laugardaginn var. Félagar hans eru Birgir Fannar Birgisson og Páll Einarsson. Eliza Reid forsetafrú og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, afhentu verðlaunin.

Þremenningarnir hafa stofnað hönnunarstofuna Driftwood sem hjálpar fyrirtækjum með vöruþróun, teikningar og að koma hlutum í framleiðslu.

Svavar segir Birgi og Pál enn vera í hlutastarfi en kveðst sjálfur vera í sætisverkefninu í fullu starfi.

„Sætið er okkar hugmynd og verður okkar vara og ég mun vinna útreikninga og verkfræðilega hönnun sem meistaraverkefni mitt í vélaverkfræði við HÍ. Við vorum allir að vinna hjá bátasmiðjunni Rafnari og þar urðum við varir við eftirspurnina. Planið er að framleiða prufuseríu í lítilli bátasmiðju í Noregi og fara svo í fjöldaframleiðslu sem fram færi í trefjaplastverksmiðju í Lettlandi.“

Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er tíu ára í ár. Samtals komu 125 viðskiptahugmyndir inn í keppnina þetta árið sem stóð í tvo mánuði. Þátttakendur sóttu námskeið og fengu þjálfun í mótun hugmyndanna og leiðsögn í uppbyggingu nýrra fyrirtækja.

Annað sætið hreppti S. Stefánsson & co. sem hanna hágæða útivistarfatnað einangraðan með íslenskum æðardún. 

Þriðja sætið hreppti Project Monsters sem er einstaklingsmiðaður námsleikur sem eykur færni og skilning og er ætlað að veita skólum forskot inn í framtíðina. 
 
BlissApp sigraði Val Fólksins á Nútímanum og Procura hlaut tíu klukkustunda endurgjaldslausa lögfræðiráðgjöf frá lögmannastofunni Advel.


Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. mars 2017.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,43
29
1.532.261
REITIR
1,11
11
277.673
HAGA
1,11
20
569.875
GRND
1,1
7
96.059
EIM
0,96
3
26.619

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,91
12
96.089
VIS
-0,04
2
21.202
REGINN
0
2
26.745