Enski boltinn

Can: Peningar ekki vandamálið í viðræðunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Emre Can.
Emre Can. vísir/getty
Miðjumaður Liverpool, Emre Can, hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við félagið og ástæðan var sögð sú að Liverpool vildi ekki samþykkja launakröfur hans.

Fréttir ytra hermdu að Can vildi tvöfalda laun sín og komast nánast í 100 þúsund pund í vikulaun sem gerir tæpar 14 milljónir íslenskra króna.

Þýski landsliðsmaðurinn segir að þessar fréttir séu ekki réttar.

„Ég les í blöðunum að þetta snúist allt um peninga. Þetta snýst ekki um peninga. Við höfum átt nokkra góða fundi og það er allt í góðu. Þetta snýst ekki um peninga heldur framtíðina,“ sagði Can.

„Maður veit aldrei hvað gerist í fótbolta en ég er ánægður hér. Við munum halda áfram að tala saman næstu vikur og þá kemur í ljós hvað gerist. Ég get vel hugsað mér að spila fyrir Liverpool mörg ár í viðbót.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×