Viðskipti innlent

Bréf í Vodafone rjúka upp eftir undirskriftina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kaupverðið er á bilinu 3,1 til 3,3 milljarðar króna.
Kaupverðið er á bilinu 3,1 til 3,3 milljarðar króna. Vísir/Daníel

Verð á bréfum í Vodafone hafa hækkað um 4,5 prósent það sem af er morgni í Kauphöll Íslands. Viðskipti með bréfin nema um 318 milljónum króna það sem af er degi.

Hækkunina má rekja til tilkynningar í morgun þess efnis Fjarskipti, móðurfélag Vodafone, hafi keypt allar eignir og rekstur 365 miðla að undanskildu Fréttablaðinu og Glamour. Skrifað var undir kaupin í morgun. Samkeppniseftirlitið á eftir að gefa grænt ljós á kaupin.

Kaupverðið er á bilinu 3,1 til 3,3 milljarðar króna.

Mest viðskipti hafa verið með bréf í Eimskipum það sem af er degi eða upp á 481 milljón króna. Bréf í Sjóvá hafa hækkað um 3,3 prósent en viðskipti með bréfin nema 316 milljónum króna. 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,22
8
242.526
ICEAIR
0,66
11
85.648
MARL
0,29
12
438.347
ORIGO
0
1
497
TM
0
1
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,52
8
78.711
EIK
-1,42
5
129.885
REITIR
-1,11
8
236.805
SIMINN
-0,95
10
162.353
N1
-0,82
5
133.850