Bíó og sjónvarp

Jónsi í Sigur Rós reyndi að yfirgefa tökustað Game of Thrones án árangurs

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Meðlimir Sigur Rósar tóku sig vel út í þáttunum.
Meðlimir Sigur Rósar tóku sig vel út í þáttunum. HBO
Þáttastjórnendur Game of Thrones hafa í gegnum tíðina fengið þekktar stjörnur til þess að leika aukahlutverk í þáttunum vinsælu. Meðlimir Sigur Rósar léku lítið hlutverk í þriðju seríu þáttanna og reyndi Jónsi, söngvari hljómsveitarinnar, að yfirgefa tökustað eftir að hann var búinn með sitt.

Þetta kom fram í máli David Benioff og Dan Weiss, aðalstjórnendum þáttarins, á listahátíðinni South by Southwest í Bandaríkjunum.

Hljómsveitin kom fram í lok þriðju seríu í færgu brúðkaupi Joffrey Baratheon og Margaery Tyrell. Þar spilaði sveitin sína útgáfu af þjóðlagi úr þáttunum, sem heitir The Rains of Castamere.

Hér að neðan má sjá atriðið sem Sigur Rós lék í í Game of Thrones.

Hélt hann væri búinn

Eftir að búið var að taka allar þær nærmyndir sem þurfti að meðlimum sveitarinnar taldi Jónsi að hann hans hlutverki væri lokið og hann gæti nú yfirgefið tökustað.

Honum var hins vegar ekki hleypt í burtu enda mikið af tökum eftir og þeir félagar þurfti áfram að vera í bakgrunni sem aukaleikarar.

„Hann tók því samt afar vel,“ sagði Weiss en Jónsi og félagar þurftu að eyða nokkrum dögum í viðbót á tökustað.


Tengdar fréttir

Sigur Rós kemur fram í Game of Thrones

Íslenska hljómsveitin Sigur Rós mun koma fram í fjórðu sjónvarpsþáttaröðinni af Game of Thrones. Eru staddir í Króatíu í tökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×