Fótbolti

Segir að Pato hafi klúðrað vítaspyrnu viljandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Shanghai voru skælbrosandi eftir vítaklúður Pato.
Leikmenn Shanghai voru skælbrosandi eftir vítaklúður Pato. Vísir/Getty

Brasilíumaðurinn Alexandre Pato fór illa að ráði sínu þegar hann brenndi af vítaspyrnu í leik Tianjin Quanjian og Shankhai Shenhua á laugardag.

Pato þrumaði hátt yfir úr vítaspyrnunni og reyndist það kostnaðarsamt fyrir hans lið þar sem leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Óvenjuleg uppákoma varð eftir vítaspyrnuna þar sem einn leikmanna Shanghai, Sun Shilin, gekk upp að Pato eftir vítaspyrnuna og rak útréttan þumalinn framan í hann.

Shilin útskýrði þetta í kínverskum fjölmiðlum að hann hefði einfaldlega verið að þakka Pato fyrir að sýna drengskap.

„Ég vildi í alvörunni þakka honum fyrir að brenna af vítinu,“ sagði hann. „Við náðum 1-1 jafntefli og það voru allir ánægðir með það.“

„Ég var sjálfur ósammála ákvörðun dómarans að dæma vítaspyrnu og Pato var líka ósammála. Þess vegna klúðraði hann vítaspyrnunni viljandi og ég vildi þakka honum fyrir drengskap og íþróttamannslega framkomu.“

Hægt er að sjá myndband af þessu á fréttavefnum goal.com.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira