Sport

Jouban: Biðin í búningsklefanum er hrikalega erfið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Í nýju innslagi frá UFC er hægt að kynnast næsta andstæðingi Gunnars Nelson, Alan Jouban, betur.

Þar er þessi sterki bardagamaður og Versace-fyrirsæta spurður út í hvernig það er að vera bardagamaður.

Jouban segir að það sé ótrúlega gaman að vera bardagamaður. Menn verði hræddir, stressaðir og það fylgi starfinu mikil blanda af tilfinningum.

Bardagamenn verði líka að fórna miklu enda fari mikill tími í æfingar og að niðurskurðurinn sé erfiður. Það sé þó allt þess virði er menn ná vigt og geta staðið á vigtinni.

„Þá er hægt að anda léttar og gott að geta bara hugsað um borða. Þá gleymir maður öllu hinu í smá tíma,“ sagði Jouban.

Hann segir að biðin í búningsklefanum geti verið hrikalega erfið en um leið og hanskarnir séu komnir á sé ekki hægt að snúa til baka.

Sjá má innslagið hér að ofan.

Bardagi Gunnars Nelson og Alan Jouban verður í beinni á Stöð 2 Sport á besta tíma næstkomandi laugardagskvöld. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×