Fótbolti

Chicharito tapaði veðmáli og varð að raka af sér hárið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Chicharito kann ágætlega við hárleysið.
Chicharito kann ágætlega við hárleysið. mynd/instagram

Endurkoma New England Patriots í Super Bowl hefur komið illa við marga og þar á meðal mexíkóska framherjann Javier „Chicharito“ Hernandez.

Hann veðjaði við starfsmann ESPN, Sergio Dipp, um að Atlanta Falcons myndi vinna leikinn en ótrúleg endurkoma Tom Brady og félaga sá til þess að hann tapaði veðmálinu.

Hann varð því að raka allt hárið af sér og hafði nú bara gaman af því eins og sjá má hér að neðan.

Það var nú ekki miklu hári að tapa þar sem hann er iðulega snoðaður en nú er hárið allt farið.

Chicharito sagði að menn frá hans heimasvæði stæðu alltaf við orð sín.

@sergioadippw Jalisco no te rajes... pagando la apuesta...

A post shared by Javier "Chicharito" Hernandez (@ch14_instagram) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira