Íslenski boltinn

Arnór Borg seldur til Swansea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnór Borg ásamt foreldrum sínum, Arnóri Guðjohnsen og Önnu Borg.
Arnór Borg ásamt foreldrum sínum, Arnóri Guðjohnsen og Önnu Borg. mynd/blikar.is

Íslendingum í Swansea fjölgaði um einn í dag er hinn efnilegi Arnór Borg Guðjohnsen var seldur frá Blikum til Swansea.

Arnór Borg er 16 ára gamall. Eins og nafnið gefur til kynna er hann sonur knattspyrnugoðsagnarinnar Arnórs Guðjohnsen og bróðir Eiðs Smára.

Í frétt á blikar.is kemur fram að Arnór hafi farið á reynslu hjá Swansea á dögunum og heillaði félagið það mikið að það ákvað að kaupa hann.

Arnór Borg mun flytja til Swansea í sumar en þar er auðvitað fyrir Gylfi Þór Sigurðsson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira