Handbolti

Tveir framlengdu við Stjörnuna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ari Magnús í leik með Stjörnunni í vetur.
Ari Magnús í leik með Stjörnunni í vetur. vísir/anton

Skyttan Ari Magnús Þorgeirsson framlengdi í dag samning sinn við Olís-deildarlið Stjörnunnar.

Hann er því samningsbundinn félaginu út leiktíðina 2019. Hann kom til félagsins frá FH og hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu síðan.

Hinn ungi og efnilegi Gunnar Valdimar Johnsen skrifaði síðan undir þriggja ára samning við Stjörnumenn.

Hann er einn af framtíðarmönnum liðsins og er til mikils ætlast af honum í framtíðinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira