Fótbolti

Myrti kærustuna, lét hundana éta hana en er mættur aftur í markið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fernandes de Souza er hann gaf sig fram við lögreglu fyrir sjö árum síðan.
Fernandes de Souza er hann gaf sig fram við lögreglu fyrir sjö árum síðan. vísir/getty

Brasilíski morðinginn Bruno Fernandes de Souza er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við 2. deildarliðið Boa Esporte.

Hinn 32 ára gamli Fernandes de Souza var dæmdur í 22 ára fangelsi er hann myrti kærustuna sína og lét síðan hunda um að éta lík hennar.

Hann var aðeins búinn að afplána sjö ár af 22 ára dómi sínum er honum var hleypt út.

Sú ákvörðun Boa Esporte að semja við markvörðinn, sem áður lék með Flamengo, hefur vakið mikla reiði í Brasilíu. Þrír styrktaraðilar hafa yfirgefið félagið og svo var heimasíða félagsins hökkuð.

Einhverjir stuðningsmenn liðsins eru þó ánægðir með þetta og hafa myndað sig með markverðinum.

Er kærastan hvarf upprunalega þá var hún farin í mál við hann vegna meðlags. Fernandes de Souza var þá í samningaviðræðum við ítalska stórliðið AC Milan og hafði áhyggjur af því að meðlagsmálið myndi skemma fyrir honum samningaviðræðurnar.

Upp komst um allt saman á endanum og markvörðurinn viðurkenndi að hafa myrt kærustuna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira