Enski boltinn

Stjóri Arons óttast ekki um starf sitt: Fáir góðir stjórar í boði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Warnock er engum líkur.
Warnock er engum líkur. vísir/getty
Hörkutólið Neil Warnock, sem stýrir Aroni Einari Gunnarssyni og félögum hjá Cardiff, hefur ekki mikið álit á knattspyrnustjórum á Englandi.

Warnock segist hafa glaðst er Warren Joyce var ráðinn stjóri Wigan en Joyce var að þjálfa U-21 árs lið Man. Utd áður en hann tók við starfinu.

„Með fullri virðingu þá gladdist ég er hann var ráðinn. Þá vissi ég að Wigan yrði ekki nein ógn fyrir okkur. Mér líkar vel við Warren en það gengur ekki að setja mann í ensku B-deildina sem hefur ekki verið þar áður. Það er enginn unglingabolti spilaður þar,“ sagði Warnock grjótharður.

Það hefur gengið vel hjá Cardiff undir stjórn Warnock og hann er nýbúinn að framlengja út næstu leiktíð. Ef hann yrði rekinn frá Cardiff þá hefði hann ekki miklar áhyggjur.

„Ég er í þeirri einstöku stöðu að það myndi ekki trufla mig neitt þó svo ég yrði rekinn. Þeir mega reka mig á morgun ef þeir vilja,“ sagði hinn áhyggjulausi Warnock.

„Ef ég vil fá annað starf þá fæ ég annað starf. Það eru það fáir góðir stjórar í boði þarna úti. Áður voru hundruðir góðra stjóra en það er ekki á allra færi að þjálfa í ensku B-deildinni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×