Formúla 1

Force India kynnir bleikan bíl

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Force India bíllinn er orðinn bleikur.
Force India bíllinn er orðinn bleikur. Vísir/forceindiaf1.com

Force India liðið í Formúlu 1 kynnti í dag nýtt útlit á bíl liðsins. Bíllinn sem var silfur-grár að megninu til er orðinn bleikur að mestu leyti.

Ástæðu breytinganna er að rekja til nýs styrktaraðila BWT sem er vatnstækni fyrirtæki. Hjálmar ökumanna verða einnig í svipuðum stíl.

Liðsstjóri Force India, Vijay Mallya sagði að það væri stór frétt fyrir Formúlu 1 að BWT ákveði að styrkja lið innan keppnisraðarinnar.

„Koma BWT í Formúlu 1 er stórfrétt og staðfestir að það gekk vel að finna styrktaraðila. Það sýnir að góðar niðurstöður leiða til þess að auðveldara er að finna styrktaraðila.“

„Árið 2017 verða bílarnir okkar með líflegt útlit og mattri áferð,“ bætti Mallya við.


Tengdar fréttir

Vettel fljótastur og fór lengst á Ferrari

Sebastian Vettel á Ferrari var þriðjungi úr sekúndu fljótari en Lewis Hamilton á Mercedes á þriðja æfingadegi seinni æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1.

Valtteri Bottas fljótastur á öðrum æfingadegi

Finnski ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas var fljótastur á öðrum degi seinni æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Max Verstappen á Red Bull fór lengst, 102 hringi.

Force India frumsýnir nýjan bíl

Force India liðið í Formúlu 1 kynnti í dag keppnisbíl sinn fyrir komandi tímabil. Bíllinn ber heitið VJM10 og gerir liðið miklar væntingar til hans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira