Enski boltinn

Manchester United liðið fast í hundrað daga á sama stað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. Vísir/Samsett/Getty

Stuðningsmenn Manchester United eru búnir að bíða lengi eftir því að liðið þeirra nái að hækka sig í töflu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Nú eru liðnir hundrað dagar síðan að United settist í sjötta sæti deildarinnar og þar hefur liðið verið samfellt síðan langt fyrir áramót.

Manchester United komst upp í sjötta sætið eftir 3-1 sigur á Swansea City 6. nóvember og hefur verið þar síðan.

United-liðið hafði dottið niður í áttunda sætið eftir 4-0 tap á móti Chelsea og markalaust jafntefli við Burnley á heimavelli í leiknum á eftir.

Frá þessu 4-0 tapi á móti Chelsea 23. október hefur Manchester United hinsvegar ekki tapað deildarleik.

Frá og með 29. október hafa United-menn leikið 17 deildarleiki í röð án þess að tapa, unnið 9 leiki og gert 8 jafntefli.

Það hefur verið nóg að gera hjá Manchester United í báðum bikarkeppnunum og liðið á nú inni leiki á móti Manchester City og Southampton.

City leiknum var frestað vegna úrslitaleik enska deildabikarsins og Southampton leiknum var frestað vegna undanúrslitaleiksins við Chelsea í enska bikarnum sem fór fram á Stamford Bridge á mánudagskvöldið.

Liðið hefur haldið velli í sjötta sætinu þrátt fyrir að eiga þessa tvo leiki inni en sigrar í þeim hefðu þó mögulega komið United-liðinu ofar.

Sæti Manchester United-liðsins í deildinni í vetur

Eftir 1. umferð - 1. sæti
Eftir 2. umferð - 2. sæti
Eftir 3. umferð - 3. sæti
Eftir 4. umferð - 4. sæti
Eftir 5. umferð - 7. sæti
Eftir 6. umferð - 6. sæti
Eftir 7. umferð - 6. sæti
Eftir 8. umferð - 7. sæti
Eftir 9. umferð - 7. sæti
Eftir 10. umferð - 8. sæti
Eftir 11. umferð - 6. sæti
Eftir 12. umferð - 6. sæti
Eftir 13. umferð - 6. sæti
Eftir 14. umferð - 6. sæti
Eftir 15. umferð - 6. sæti
Eftir 16. umferð - 6. sæti
Eftir 17. umferð - 6. sæti
Eftir 18. umferð - 6. sæti
Eftir 19. umferð - 6. sæti
Eftir 20. umferð - 6. sæti
Eftir 21. umferð - 6. sæti
Eftir 22. umferð - 6. sæti
Eftir 23. umferð - 6. sæti
Eftir 24. umferð - 6. sæti
Eftir 25. umferð - 6. sæti
Eftir 26. umferð - Leik frestað (6. sæti)
Eftir 27. umferð - 6. sæti
Eftir 28. umferð - Leik frestað (6. sæti)

Sæti Manchester United á tímabilinu
6. sæti - 18 umferðir
7. sæti - 3 umferðir
1. sæti - 1 umferð
2. sæti - 1 umferð
3. sæti - 1 umferð
4. sæti - 1 umferð
8. sæti - 1 umferð


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira