Enski boltinn

Manchester United fær á sig kæru fyrir framkomuna í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Manchester United hópust í að Michael Oliver eftir að rauða spjaldið fór á loft.
Leikmenn Manchester United hópust í að Michael Oliver eftir að rauða spjaldið fór á loft. Vísir/Getty
Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að kæra Manchester United fyrir framkomu leikmanna liðsins í tapinu á móti Chelsea í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gær.

Manchester United tapaði leiknum 1-0 eftir að hafa verið manni færri í 55 mínútur.

Aganefnd enska sambandsins mun taka fyrir hegðun leikmanna United á 35. mínútu leiksins þegar leikmenn liðsins voru mjög ósáttir með þá ákvörðun Michael Oliver dómara að gefa Ander Herrera sitt annað gula spjald.

Fullt af leikmönnum Manchester United umkringdu dómarann Michael Oliver eftir að rauða spjaldið fór á loft. Ander Herrera fékk það fyrir brot á Chelsea-manninum Edin Hazard og fannst mörgum það afar harður dómur.

Manchester United hefur til föstudagsins til að segja sína hlið á málinu.

Manchester United var ríkjandi bikarmeistari og ver því ekki þann til í ár. Liðið hefur þegar unnið enska deildabikarinn og er enn með í Evrópudeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×