Handbolti

Aron með tvö mörk í sigurleik Veszprém í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Vísir/Getty

Aron Pálmarsson er að komast aftur af stað eftir langvinn meiðsli og hann hjálpaði sínu liði að vinna enn einn sigurinn í dag.

Veszprém vann þá tólf marka heimasigur á Ceglédi, 34-22, í ungversku deildinni en þetta er níundi sigurleikur liðsins í röð í öllum keppnum og tuttugasti sigur liðsins í 21 deildarleik á tímabilinu.

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í leiknum en hann nýtti tvö af þremur skotum sínum í leik.

Slóvenski hornamaðurinn Dragan Gajic og og slóvenska stórskyttan Blaz Blagotinsek voru markahæstir hjá Veszprém í leiknum með sjö mörk hvor.

Veszprém var 15-12 yfir í hálfleik en vann síðan seinni hálfleikinn með níu marka mun. Aron kom Veszprém í 11-9 í fyrri hálfleiknum og svo í 22-18 í þeim síðari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira