Handbolti

Aron með tvö mörk í sigurleik Veszprém í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Vísir/Getty

Aron Pálmarsson er að komast aftur af stað eftir langvinn meiðsli og hann hjálpaði sínu liði að vinna enn einn sigurinn í dag.

Veszprém vann þá tólf marka heimasigur á Ceglédi, 34-22, í ungversku deildinni en þetta er níundi sigurleikur liðsins í röð í öllum keppnum og tuttugasti sigur liðsins í 21 deildarleik á tímabilinu.

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í leiknum en hann nýtti tvö af þremur skotum sínum í leik.

Slóvenski hornamaðurinn Dragan Gajic og og slóvenska stórskyttan Blaz Blagotinsek voru markahæstir hjá Veszprém í leiknum með sjö mörk hvor.

Veszprém var 15-12 yfir í hálfleik en vann síðan seinni hálfleikinn með níu marka mun. Aron kom Veszprém í 11-9 í fyrri hálfleiknum og svo í 22-18 í þeim síðari.
Fleiri fréttir

Sjá meira