Lífið

Frumleg leið til að selja fasteign: Komu fyrir rússíbana um allt hús

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegt og heldur betur frumlegt.
Skemmtilegt og heldur betur frumlegt.

Það getur verið flókið að selja fasteign og fara margir mismunandi leiðir þegar kemur að því að selja fasteign.

Flest allir styðjast við hefðbundnar aðferðir eins og blaða og netauglýsingar. Það á ekki við um hollenska bankann sem vildi fara frumlega leið í sölu á fasteign.

Bankinn gerði sér lítið fyrir og reisti rússíbanabraut í kringum allt húsið og einnig inni í því öllu.

Myndband af rússíbananum má sjá á Facebook-síðu Viral Thread en það er svo sannarlega frumlegt og skemmtilegt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira