Körfubolti

Fjölnir og Valur komin í 1-0 í baráttunni um laust sæti í Dominos

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marques Oliver var stigahæstur hjá Fjölnir.
Marques Oliver var stigahæstur hjá Fjölnir. Vísir/Eyþór

Úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta hófst í kvöld og fögnuðu lið Fjölnis og Vals sigri í fyrsta leik en þau voru bæði á heimavelli.

Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Grafarvogi og náði þessum myndum hér fyrir ofan.

Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í lokaúrslitin þar sem verður barist um eitt laust sæti í Domino´s deildinni 2017-18.

Fjölnismenn unnu 88-76 sigur á Hamri eftir að hafa náð mest 25 stig forystu. Marques Oliver var með 17 stig og 13 fráköst hjá Fjölni og gill Egilsson skoraði 13 stig.

Valsmenn voru undir í byrjun á móti Blikum en unnu annan leikhlutann 38-15 og leikinn á endanum 95-88.Urald King skoraði 33 stig, tók 14 fráköst og varði 4 skot en Austin Magnus Bracey skoraði 20 stig.

Leikur tvö fer fram á föstudagskvöldið í báðum einvígum.


Valur-Breiðablik 95-88 (14-20, 38-15, 16-25, 27-28)

Valur: Urald King 33/14 fráköst/4 varin skot, Austin Magnus Bracey 20/5 fráköst, Benedikt Blöndal 11/5 fráköst/10 stoðsendingar, Illugi Auðunsson 9/6 fráköst, Birgir Björn Pétursson 7/9 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 7/5 stoðsendingar, Oddur Birnir Pétursson 6, Sigurður Páll Stefánsson 2.

Breiðablik: Tyrone Wayne Garland 42/6 fráköst, Snorri Vignisson 18/12 fráköst, Birkir Víðisson 11, Egill Vignisson 7/4 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 5, Leifur Steinn Arnason 2, Sveinbjörn Jóhannesson 2, Kjartan Atli Kjartansson 1.


Fjölnir-Hamar  88-76 (27-17, 27-15, 20-27, 14-17)

Fjölnir: Marques Oliver 17/13 fráköst/5 stoðsendingar/5 varin skot, Egill Egilsson 13/7 fráköst, Róbert Sigurðsson 12/6 stoðsendingar, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 12, Collin Anthony Pryor 11/4 fráköst, Elvar Sigurðsson 9, Bergþór Ægir Ríkharðsson 7, Garðar Sveinbjörnsson 4, Sindri Már Kárason 2, Anton Bergmann Guðmundsson 1.

Hamar : Christopher Woods 28/6 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 12, Snorri Þorvaldsson 8, Örn Sigurðarson 7/8 fráköst, Hilmar Pétursson 6/4 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 5/7 fráköst, Oddur Ólafsson 5/4 fráköst, Smári Hrafnsson 5/4 fráköst.
Fleiri fréttir

Sjá meira