Körfubolti

Fjölnir og Valur komin í 1-0 í baráttunni um laust sæti í Dominos

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marques Oliver var stigahæstur hjá Fjölnir.
Marques Oliver var stigahæstur hjá Fjölnir. Vísir/Eyþór

Úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta hófst í kvöld og fögnuðu lið Fjölnis og Vals sigri í fyrsta leik en þau voru bæði á heimavelli.

Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Grafarvogi og náði þessum myndum hér fyrir ofan.

Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í lokaúrslitin þar sem verður barist um eitt laust sæti í Domino´s deildinni 2017-18.

Fjölnismenn unnu 88-76 sigur á Hamri eftir að hafa náð mest 25 stig forystu. Marques Oliver var með 17 stig og 13 fráköst hjá Fjölni og gill Egilsson skoraði 13 stig.

Valsmenn voru undir í byrjun á móti Blikum en unnu annan leikhlutann 38-15 og leikinn á endanum 95-88.Urald King skoraði 33 stig, tók 14 fráköst og varði 4 skot en Austin Magnus Bracey skoraði 20 stig.

Leikur tvö fer fram á föstudagskvöldið í báðum einvígum.


Valur-Breiðablik 95-88 (14-20, 38-15, 16-25, 27-28)

Valur: Urald King 33/14 fráköst/4 varin skot, Austin Magnus Bracey 20/5 fráköst, Benedikt Blöndal 11/5 fráköst/10 stoðsendingar, Illugi Auðunsson 9/6 fráköst, Birgir Björn Pétursson 7/9 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 7/5 stoðsendingar, Oddur Birnir Pétursson 6, Sigurður Páll Stefánsson 2.

Breiðablik: Tyrone Wayne Garland 42/6 fráköst, Snorri Vignisson 18/12 fráköst, Birkir Víðisson 11, Egill Vignisson 7/4 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 5, Leifur Steinn Arnason 2, Sveinbjörn Jóhannesson 2, Kjartan Atli Kjartansson 1.


Fjölnir-Hamar  88-76 (27-17, 27-15, 20-27, 14-17)

Fjölnir: Marques Oliver 17/13 fráköst/5 stoðsendingar/5 varin skot, Egill Egilsson 13/7 fráköst, Róbert Sigurðsson 12/6 stoðsendingar, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 12, Collin Anthony Pryor 11/4 fráköst, Elvar Sigurðsson 9, Bergþór Ægir Ríkharðsson 7, Garðar Sveinbjörnsson 4, Sindri Már Kárason 2, Anton Bergmann Guðmundsson 1.

Hamar : Christopher Woods 28/6 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 12, Snorri Þorvaldsson 8, Örn Sigurðarson 7/8 fráköst, Hilmar Pétursson 6/4 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 5/7 fráköst, Oddur Ólafsson 5/4 fráköst, Smári Hrafnsson 5/4 fráköst.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira