Íslenski boltinn

Fanndís með sigurmarkið í uppbótartíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir var hetja Blika í kvöld.
Fanndís Friðriksdóttir var hetja Blika í kvöld. Vsir/auðunn níelsson

Breiðablik lenti 2-0 undir á móti Þór/KA í Lengjubikar kvenna í fótbolta í kvöld en kom til baka og tryggði sér 3-2 sigur í lokin.

Fanndís Friðriksdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika þar á meðal sigurmarkið á þriðju mínútu í uppbótartíma.

Hin átján ára gamla Margrét Árnadóttir kom Þór/KA í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu nítján mínútum.

Þannig var staðan þar til að Fanndís minnkaði muninn í 2-1 á 34. mínútu.

Það var síðan komið fram á 90. mínútu þegar Rakel Hönnudóttir jafnaði metin á móti sínu gamla félagi. Blikar höfðu meiri tíma og Fanndís skoraði sigurmarkið rétt áður en lokaflautan gall.

Breiðablik hefur náð í sjö stig af níu mögulegum í fyrstu þremur leikjum sínum í A-deild kvenna en Valskonur eru á toppnum með níu stig og fullt hús.

Þór/KA vann frysta leik sinn á móti FH en hefur síðan tapað fyrir bæði Val og Breiðabliki.

Fanndís Friðriksdóttir er komin með fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum Blika og þetta var þriðja markið hjá Rakel Hönnudóttur í keppninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira