Enski boltinn

Okkar menn fengu ekki eina mínútu í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helder Costa fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Helder Costa fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty

Íslensku landsliðsmennirnir Ragnar Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson sátu allan tímann á bekknum þegar lið þeirra spiluðu í ensku b-deildinni í kvöld.

Úlfarnir hans Jóns Daða unnu þá 2-1 endurkomusigur á Brentford en Fulham, lið Ragnars, gerði 2-2 jafntefli á heimavelli á móti Blackburn Rovers.

Sigur hefði komið Fulham í hóp sex efstu liða deildarinnar en liðið fékk á sig jöfnunarmark á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Lucas Joao skoraði markið og Fulham er áfram í sjöunda sætið. .

Fulham komst tvisvar yfir í leiknum, fyrst með marki Sone Aluko á 45. mínútu og svo með marki Gohi Cyriac á 86. mínútu. Blackburn hafði jafnað með marki Craig Conway úr vítaspyrnu á 79. mínútu.

Wolves skoraði tvö mörk á síðustu fjórum mínútum og tryggði sér 2-1 útisigur á Brentford. Matt Doherty jafnaði á 86. mínútu og Helder Costa skoraði sigurmarkið á 89. mínútu.

Brentford var búið að vera yfir frá 31. mínútu þegar bakvörðurinn Maxime Colin skoraði fyrir Brentford.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira