Körfubolti

Afmælisbarnið Curry kom til bjargar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Curry var léttur, ljúfur og kátur í nótt.
Curry var léttur, ljúfur og kátur í nótt. vísir/getty

Stephen Curry, leikmaður Golden State, skoraði 29 stig á 29 ára afmælisdaginn sinn og sá til þess að Warriors vann nauman sigur á Philadelphia.

Klay Thompson skoraði 28 stig fyrir Warriors sem var tólf stigum undir fyrir lokaleikhlutann.

Russell Westbrook spilaði körfubolta í nótt og Russell Westbrook var með þrefalda tvennu. Í öðrum fréttum er páfinn enn kaþólskur.

Þrenna númer 33 hjá Westbrook í nótt en hann skoraði 25 stig, gaf 19 stoðsendingar og tók 12 fráköst í þriðja sigurleik Oklahoma City í röð.

Meistarar Cleveland voru í miklu stuði er þeir slátruðu Detroit Pistons. LeBron James með þrefalda tvennu fyrir Cavaliers. 16 stig, 11 fráköst og 12 stoðsendingar.

Úrslit:

Cleveland-Detroit  128-96
Brooklyn-Oklahoma  104-122
NY Knicks-Indiana  87-81
New Orleans-Portland  100-77
Golden State-Philadelphia  106-104

Staðan í NBA-deildinni.

NBA


Fleiri fréttir

Sjá meira