Körfubolti

Afmælisbarnið Curry kom til bjargar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Curry var léttur, ljúfur og kátur í nótt.
Curry var léttur, ljúfur og kátur í nótt. vísir/getty

Stephen Curry, leikmaður Golden State, skoraði 29 stig á 29 ára afmælisdaginn sinn og sá til þess að Warriors vann nauman sigur á Philadelphia.

Klay Thompson skoraði 28 stig fyrir Warriors sem var tólf stigum undir fyrir lokaleikhlutann.

Russell Westbrook spilaði körfubolta í nótt og Russell Westbrook var með þrefalda tvennu. Í öðrum fréttum er páfinn enn kaþólskur.

Þrenna númer 33 hjá Westbrook í nótt en hann skoraði 25 stig, gaf 19 stoðsendingar og tók 12 fráköst í þriðja sigurleik Oklahoma City í röð.

Meistarar Cleveland voru í miklu stuði er þeir slátruðu Detroit Pistons. LeBron James með þrefalda tvennu fyrir Cavaliers. 16 stig, 11 fráköst og 12 stoðsendingar.

Úrslit:

Cleveland-Detroit  128-96
Brooklyn-Oklahoma  104-122
NY Knicks-Indiana  87-81
New Orleans-Portland  100-77
Golden State-Philadelphia  106-104

Staðan í NBA-deildinni.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira