Enski boltinn

Tímabilið ekki búið hjá Kane

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kane er hann meiddist.
Kane er hann meiddist. vísir/getty

Tottenham hefur greint frá því að liðbönd í ökkla Harry Kane hafi skaddast er Spurs spilaði gegn Millwall.

Kane haltraði snemma af velli í 6-0 sigri Spurs og óttuðust margir stuðningsmenn félagsins að tímabilið væri búið hjá framherjanum.

Kane meiddist á sama ökkla síðasta september og þá missti hann af tíu leikjum.Spurs segir að meiðslin séu ekki eins alvarleg núna en vill þó ekki skjóta á hvenær hann eigi að geta snúið til baka.

Þó svo Kane hafi misst af mörgum leikjum í vetur er hann engu að síður búinn að skora 24 mörk á leiktíðinni.

Hann er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni ásamt Romelu Lukaku, framherja Everton.
Fleiri fréttir

Sjá meira