Tónlist

Ed Sheeran er að skrifa tónlistarsöguna: Bretinn á nánast öll lögin á topplistum um allan heim

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ed Sheeran er að ná ótrúlegum árangri.
Ed Sheeran er að ná ótrúlegum árangri.

Ed Sheeran er að skrifa nýjan kafla í tónlistarsögunni. Eins og staðan er í dag eru 16 lög eftir hann á topp 20 listanum á Brit-listanum hjá BBC. Hann á 15 lög á topplistanum í Ástralíu en þar er miðað við 40 lög.
Sherran á í raun svo gott sem öll lög á öllum topplistum um heim allan á Spotify, ef miðað er við topp 20.

Bretinn gaf á dögunum út plötuna ÷ sem er númer eitt á topplistum í Bretlandi, Bandaríkjunum og um alla Evrópu en enginn plata, eftir karlkyns listamann, hefur selst hraðar í sögunni. Hann seldi 451 þúsund eintök á einni viku eftir að platan kom út.

Hér að neðan má hlusta á plötuna á Spotify

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira