Tónlist

Ed Sheeran er að skrifa tónlistarsöguna: Bretinn á nánast öll lögin á topplistum um allan heim

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ed Sheeran er að ná ótrúlegum árangri.
Ed Sheeran er að ná ótrúlegum árangri.

Ed Sheeran er að skrifa nýjan kafla í tónlistarsögunni. Eins og staðan er í dag eru 16 lög eftir hann á topp 20 listanum á Brit-listanum hjá BBC. Hann á 15 lög á topplistanum í Ástralíu en þar er miðað við 40 lög.
Sherran á í raun svo gott sem öll lög á öllum topplistum um heim allan á Spotify, ef miðað er við topp 20.

Bretinn gaf á dögunum út plötuna ÷ sem er númer eitt á topplistum í Bretlandi, Bandaríkjunum og um alla Evrópu en enginn plata, eftir karlkyns listamann, hefur selst hraðar í sögunni. Hann seldi 451 þúsund eintök á einni viku eftir að platan kom út.

Hér að neðan má hlusta á plötuna á Spotify


Fleiri fréttir

Sjá meira