Fótbolti

Torres snýr aftur í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Atletico huga hér að Torres þar sem hann lá meðvitundarlaus á vellinum.
Leikmenn Atletico huga hér að Torres þar sem hann lá meðvitundarlaus á vellinum. vísir/epa

Það eru aðeins liðnar tvær vikur síðan framherjinn Fernando Torres rotaðist í leik og fólk óttaðist að hann hefði lamast.

Torres var fluttur á spítala og í ljós kom að hann hafði sloppið mjög vel. Hann var því útskrifaður um morguninn.

Torres verður í leikmannahópi Atletico Madrid í Meistaradeildinni í kvöld er liðið tekur á móti Bayer Leverkusen.

Þessi skemmtilegi framherji byrjaði að æfa á nýjan leik á mánudag og þjálfari liðsins, Diego Simeone, segir að hann sé klár í slaginn.

Atletico vann fyrri leik liðanna, 4-2.


Tengdar fréttir

Torres er á batavegi

Spænski framherjinn Fernando Torres meiddist illa í leik Atletico og Deportivo í gær og var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa misst meðvitund. Hann fékk þá slæmt höfuðhögg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira