Fótbolti

Torres snýr aftur í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Atletico huga hér að Torres þar sem hann lá meðvitundarlaus á vellinum.
Leikmenn Atletico huga hér að Torres þar sem hann lá meðvitundarlaus á vellinum. vísir/epa

Það eru aðeins liðnar tvær vikur síðan framherjinn Fernando Torres rotaðist í leik og fólk óttaðist að hann hefði lamast.

Torres var fluttur á spítala og í ljós kom að hann hafði sloppið mjög vel. Hann var því útskrifaður um morguninn.

Torres verður í leikmannahópi Atletico Madrid í Meistaradeildinni í kvöld er liðið tekur á móti Bayer Leverkusen.

Þessi skemmtilegi framherji byrjaði að æfa á nýjan leik á mánudag og þjálfari liðsins, Diego Simeone, segir að hann sé klár í slaginn.

Atletico vann fyrri leik liðanna, 4-2.


Tengdar fréttir

Torres er á batavegi

Spænski framherjinn Fernando Torres meiddist illa í leik Atletico og Deportivo í gær og var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa misst meðvitund. Hann fékk þá slæmt höfuðhögg.
Fleiri fréttir

Sjá meira