Innlent

Mýrarboltinn verður í Bolungarvík í ár

Birgir Olgeirsson skrifar
Leikið verður á þremur völlum nærri tjaldsvæðinu í Bolungarvík sem er við íþróttahúsið og sundlaugina þar í bæ.
Leikið verður á þremur völlum nærri tjaldsvæðinu í Bolungarvík sem er við íþróttahúsið og sundlaugina þar í bæ. Vísir

Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta fer fram í Bolungarvík næstkomandi verslunarmannahelgi. Mótið var fyrst haldið árið 2004 á Ísafirði og hefur verið árlegur viðburður þar í bæ síðastliðin ár.

Nú í ár verður mótið hins vegar haldið á þremur völlum sem verða settir upp nærri tjaldsvæðinu í Bolungarvík, sem er við íþróttahúsið og sundlaugina þar í bæ.

Búið er að staðfesta að hljómsveitin SSSól og rapparinn Emmsjé Gauti muni koma fram á hátíðinni en lokahófið verður í félagsheimilinu í Bolungarvík ásamt dansleikjum hátíðarinnar.

Benni Sig verður drullusokkur Mýrarboltans, eða sá sem sér um skipulagningu og framkvæmd mótsins. 

Íþróttamiðstöðin Árbær í Bolungarvík sem af heimamönnum er kölluð musteri vatns og vellíðunar. Ja.is


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira