Sport

Gunni vill ananas á pítsuna sína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar fyrir sinn síðasta bardaga.
Gunnar fyrir sinn síðasta bardaga. vísir/getty

Gunnar Nelson sat fyrir svörum hjá UFC á Twitter í dag þar sem aðdáendur gátu spurt hann spjörunum úr.

Okkar maður svaraði nokkrum skemmtilegum spurningum og að sjálfsögðu kom heitasta spurning síðustu vikna. Á að vera ananas á pítsu?

„Já, ekki spurning,“ svaraði Gunnar ákveðinn og er því greinilega ekki með sama smekk á flatbökum og forseti vor.

Gunnar segist einnig ætla að senda skilaboð í bardaganum um helgina gegn Alan Jouban. „Það er öruggara að blikka ekki augunum,“ sagði Gunnar léttur en svör hans má sjá hér að neðan.

Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Fáðu þér áskrift á 365.is.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira