Fótbolti

Safna fé til að byggja styttu af Maradona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Maradona fagnar titlinum fyrir tæpum 30 árum síðan.
Maradona fagnar titlinum fyrir tæpum 30 árum síðan. vísir/getty

Það hljómar kannski ótrúlega en það er ekki stytta af Diego Maradona í Napoli. Það stendur allt til bóta.

Það er nefnilega byrjað að safna fé svo hægt að sé að reisa styttu af goðsögninni í borginni. Það á að safna 3,5 milljónum króna sem á að duga fyrir verkinu.

Þann 10. maí næstkomandi verða liðin 30 ár síðan Napoli varð ítalskur meistari með Maradona í broddi fylkingar. Magnað afrek því Maradona tók miðlungslið á bakið og gerði það að meisturum.

Napoli er að hugsa um að vera með sérstakan leik í júní til þess að minnast afreksins. Þá á að gera Maradona að heiðursborgara í Napoli í leiðinni. Þó fyrr hefði verið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira