Sport

Gunnar í upptökum fyrir UFC | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson lítur vel út.
Gunnar Nelson lítur vel út. myndir/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir

Oftast þurfa bardagakappar í UFC að eyða miðvikudögum í að tala við fjölmiðla á þar til gerðum fjölmiðladegi. Opnar æfingar eru svo vanalega á fimmtudögum og vigtun á föstudögum. Dagskráin er ekki alveg með hefðbundnu sniði þessa bardagavikuna í London því engin opin æfing er á dagskrá og fjölmiðladagurinn er á morgun, fimmtudag.

Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, sagði við Vísi í dag að hann fagnaði því leynt og ljóst að engin opin æfing væri á dagskrá eftir hörmungina sem reið yfir í Dyflinni í fyrra. Gunnar meiddist þá illa á ökkla á opinni æfingu fyrir bardagakvöldið í Belfast þar sem hann átti aðalbardaga kvöldsins.

Það er þó ekki eins og Gunnar hafi fengið frí í dag. Þvert á móti. Hann eyddi fyrri hluta dagsins í upptökur fyrir bardagakvöldið á laugardaginn á Hilton hóteli í miðborg Lundúna þar sem UFC er með höfuðstöðvar sínar þessa vikuna. Þar gista líka allir bardagakapparnir.

Gunnar þurfti að fara í myndatöku fyrir bardagakvöldið og taka upp myndbönd sem verður svo notað sem kynningarefni fyrir kvöldið og á laugardaginn þegar bardaginn fer fram. Þá var einnig á dagskrá viðtöl fyrir UFC en hann sinnti símaviðtölum í gær og hittir svo restina af fjölmiðlamönnunum á morgun.

Myndir frá hótelinu í dag þar sem Gunnar er að taka upp efni með UFC má finna hér að neðan.

Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).

myndir/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir
myndir/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir
myndir/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir
myndir/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir
myndir/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira