Körfubolti

Wade pakkaði áhorfanda í Boston saman | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ekki reyna að rífa kjaft við Wade.
Ekki reyna að rífa kjaft við Wade.

Leikmenn í NBA-deildinni eru orðnir duglegri að svara óþolandi fólki í stúkunni og það næst nánast alltaf á myndband.

Chicago Bulls var að spila í Boston gegn Celtics og þar var einn óþolandi fyrir aftan bekkinn hjá Bulls.

Sá ákvað að hjóla í goðsögnina Dwyane Wade og sagði að varnarmaður Boston væri með hann í vasanum.

Wade var fljótur að pakka honum saman með því að minna á að eina númerið sem skipti máli væri þrír. Hann ætti nefnilega þrjá meistarahringa.

Dwyane Wade reminds a Celtics fan how many rings he has. (Submitted by @wbellissimo)

A post shared by Sports Videos (@houseofhighlights) on

NBA


Fleiri fréttir

Sjá meira