Fótbolti

Atletico Madrid áfram eftir markalaust jafntefli | Sjáðu samantektina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Atletico Madrid fór örugglega áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að skora ekki á heimavelli sínum í kvöld.

Atletico Madrid vann 4-2 sigur á Bayer Leverkusen í fyrri leiknum í Þýskalandi og var því í frábærum málum fyrir seinni leikinn.

Atletico Madrid afgreiddu verkefnið af fagmennsku og sáu til sætið í átta liða úrslitum var aldrei í hættu.

Jan Oblak, markvörður Atletico Madrid, þurfti reyndar að velja frábærlega frá þeim Julian Brandt og Kevin Volland en annars skapaði þýska liðið sér ekki mikið í þessum leik.

Angel Correa og Koke fengu báðir færi til að skora fyrir Atletico Madrid en Bernd Leno varði vel frá þeim.

Atletico Madrid komst í úrslitaleikinn í fyrra og eru komnir í átta liða úrslitin í ár ásamt tveimur öðrum spænskum liðum, Barcelona og Real Madrid.
Fleiri fréttir

Sjá meira