Sport

Jón Viðar: Tilfinningin er eins og að þú sért fótbrotinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Gunnar Nelson er á góðri leið með niðurskurðinn fyrir bardaga sinn á móti Alan Jouban í London á laugardaginn en þar snýr hann aftur í búrið eftir tíu mánaða fjarveru. Æfingar ganga einnig vel en Gunnar lenti í London á mánudaginn eftir að klára formlegan undirbúning í Dyflinni.

„Það gengur allt vel. Hann byrjaði að æfa á Íslandi en fór síðustu tíu dagana til Írlands. Þar fékk hann 30 atvinnumenn til að æfa á móti þannig allt gengur svínvel. Niðurskurðinn er líka á góðri leið þannig við erum sáttir,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og æfingafélagi Gunnars.

Bandaríkjamaðurinn Alan Jouban sem Gunnar mætir á laugardaginn er búinn að vinna þrjá bardaga í röð. Gunnar er talinn sigurstranglegri en Jouban er hættulegur og þá sérstaklega spörkin hans.

„Gunnar berst yfirleitt eins og hann berst en við erum búnir að vera að æfa það aðeins að grípa þessi spörk hans. Hann verður tilbúinn fyrir þessi spörk,“ segir Jón Viðar sem leikur Jouban á æfingum þeirra og sparkar í Gunnar. En hvað gera þessi spörk í bardaganum?

„Þetta gerir það að verkum að það kemur blæðing inn á vöðvann. Það þrýstir á beinið þannig að þú færð sömu tilfinningu og þú ert fótbrotinn. Þetta hægir rosalega mikið á þér og fótavinnan verður mjög veik,“ segir Jón Viðar Arnþórsson.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira