Golf

Ólafía Þórunn fékk hláturskast í miðju sjónvarpsviðtali | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Vilhelm

Atvinnukylfingurinn okkar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur ekki aðeins vakið athygli fyrir frábæra frammistöðu á golfvöllum heimsins heldur heillar hún alla með einlægni sinni og hógværð í öllum viðtölum.

Hans Steinar Bjarnason, sjónvarpsmaður á RÚV, lenti í því á dögunum að Ólafía Þórunn fékk hláturskast í miðju sjónvarpsviðtali við hann.

Ólafía festi vörina í teinunum sínum í lok viðtalsins og úr varð mjög fyndin stund þar sem bæði Ólafía og Hans Steinar fóru að skellihlæja.

Úr varð líka skemmtilegt myndband sem Hans Steinar fékk leyfi fyrir að birt á fesbókarsíðu RÚV Íþrótta. Hér fyrir neðan má sjá þetta stórskemmtilega myndband.


Tengdar fréttir

Ólafía í sannkölluðum stjörnuráshóp

Hann er ekki amalegur félagsskapurinn sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fær fyrstu tvo dagana á Bank of Hope Founders meistaramótinu en mótið er liður í LPGA-mótaröðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira