Íslenski boltinn

FH-ingar fengu skell á móti Molde á Marbella

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Byrjunarlið FH-liðsins í leiknum í dag.
Byrjunarlið FH-liðsins í leiknum í dag. Mynd/Twitter-síða FH-inga

FH-ingar töpuðu í dag 4-1 á móti norska félaginu Molde á æfingamótinu á Marbella á Spáni.

Emil Pálsson skoraði mark FH-liðsins í leiknum og jafnaði þá metin í 1-1 í fyrri hálfleik.

Molde komst í 1-0 eftir átján mínútna leik og skoraði síðan mörk á 45. og 46. mínútu og komst með því í 3-1. Fjórða markið kom síðan fjórtán mínútum fyrir leikslok.

Þjálfari Molde er Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmaður Manchester United, og með liðinu leika þeir Óttar Magnús Karlsson og Björn Bergmann Sigurðarson.

Molde varð norskur meistari 2014 en hefur síðan endaði í 6. sæti (2015) og 5. sæti (2016) í norsku deildinni.

FH gerði 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum á móti Noregsmeisturum Rosenborg en mark FH-liðsins í þeim leik skoraði Kristján Flóki Finnbogason.


Byrjunarlið FH-liðsins í leiknum í dag:
Gunnar Nielsen
Jonathan Hendrickx
Bergsveinn Ólafsson
Kassim Doumbia
Halldór Orri Björnsson
Böðvar Böðvarsson
Davíð Þór Viðarsson
Emil Pálsson
Steven Lennon
Atli Guðnason
Kristján Flóki FinnbogasonAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira