Handbolti

Ólafur með flotta skotnýtingu í stórsigri Kristianstad

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson er fyrirliði Kristianstad.
Ólafur Guðmundsson er fyrirliði Kristianstad. vísir/getty

Íslendingaliðið Kristianstad átti ekki í miklum vandræðum með lið Ystad í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Kristianstad vann sautján marka sigur á Ystad, 39-22, og er komið aftur á skrið eftir smá vandræði á dögunum.

Ólafur Guðmundsson átti flottan leik en hann nýtti 8 af 10 skotum sínum og gaf auk þess fjórar stoðsendingar á félaga sína. Ólafur var með hæstu einkunnina hjá leikmönnum Kristianstad í tölfræðikerfi sænsku deildarinnar.

Arnar Freyr Arnarsson nýtti bæði skotin sín en Gunnar Steinn Jónsson komst ekki á blað í þessum leik í kvöld.

Kristianstad nálgast efstu lið deildarinnar með þessum sigri en liðið missti frá sér toppsætið með slæmri byrjun eftir HM-fríið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira