Handbolti

Ólafur með flotta skotnýtingu í stórsigri Kristianstad

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson er fyrirliði Kristianstad.
Ólafur Guðmundsson er fyrirliði Kristianstad. vísir/getty
Íslendingaliðið Kristianstad átti ekki í miklum vandræðum með lið Ystad í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Kristianstad vann sautján marka sigur á Ystad, 39-22, og er komið aftur á skrið eftir smá vandræði á dögunum.

Ólafur Guðmundsson átti flottan leik en hann nýtti 8 af 10 skotum sínum og gaf auk þess fjórar stoðsendingar á félaga sína. Ólafur var með hæstu einkunnina hjá leikmönnum Kristianstad í tölfræðikerfi sænsku deildarinnar.

Arnar Freyr Arnarsson nýtti bæði skotin sín en Gunnar Steinn Jónsson komst ekki á blað í þessum leik í kvöld.

Kristianstad nálgast efstu lið deildarinnar með þessum sigri en liðið missti frá sér toppsætið með slæmri byrjun eftir HM-fríið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×