Viðskipti erlent

Klóna Snapchat í fjórða skipti

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. vísir/getty

Facebook hefur hermt eftir My Story-fídus Snapchat í fjórða skipti. Í gær uppfærðist snjallsímaforrit fyrirtækisins víða í heiminum og bættist við fídus efst í glugga forritsins sem nefnist Facebook Stories. Þar birtast myndir og myndskeið notenda sem eyðast eftir sólarhring, líkt og gerist á Snapchat.

Býður Facebook því upp á þetta í fjórum stærstu samfélagsmiðlum fyrirtækisins. Í síðustu viku var sams konar viðbót bætt við skilaboðaforritið Messenger er nefnist Mess­enger Day, í febrúar bættist við skilaboðaforritið WhatsApp og á síðasta ári mátti finna hann á ljósmyndaforritinu Instagram.

Blaðamaður TechCrunch var harðorður í garð Facebook á dögunum þegar Messenger Day viðbótin fór í loftið. Sagði hann Facebook hafa gengið of langt í að herma eftir Snapchat.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Fleiri fréttir

Sjá meira