Körfubolti

Houston valtaði yfir Lakers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Harden hefur verið í banastuði í vetur.
Harden hefur verið í banastuði í vetur. vísir/getty

Enn ein þrefalda tvennan hjá James Harden var lykilþáttur í risasigri Houston á LA Lakers en Lakers fékk á sig 139 stig í leiknum.

Harden skoraði 18 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 12 fráköst. Þetta var 17 þrefalda tvennan hjá honum í vetur.

Damian Lillard hjá Portland og Kawhi Leonard, leikmaður San Antonio, háðu einvígi í nótt sem endaði með sigri Portland. Lillard með 36 stig og Leonard 34.

Úrslit:

Washington-Dallas  107-112
Indiana-Charlotte  98-77
Boston-Minnesota  117-104
Miami-New Orleans  120-112
Detroit-Utah  83-97
Chicago-Memphis  91-98
Houston-LA Lakers  139-100
San Antonio-Portland  106-110
Phoenix-Sacramento  101-107
LA Clippers-Milwaukee  96-97

Staðan í deildinni.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira