Handbolti

Ólafur Bjarki fer til Vínar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Bjarki Ragnarsson.
Ólafur Bjarki Ragnarsson. Vísir

Ólafur Bjarki Ragnarsson hefur samið við austurríska úrvalsdeildarfélagið Westwien til næstu tveggja ára og gengur til liðs við félagið í sumar.

Frá þessu er greint á heimasíðu austurríska félagsins en Ólafur Bjarki gerir tveggja ára samning við Westwien.

Ólafur Bjarki varð Íslandsmeistari með HK árið 2012 en hefur síðan spilað með Emsdetten og Eisenach í Þýskalandi.

Hann hefur á köflum þurft að glíma við erfið meiðsli en hefur komið við sögu í nítján leikjum með Eisenach í þýsku B-deildinni á tímabilinu og skorað í þeim 43 mörk.

Ólafur Bjarki er 28 ára og segir í viðtali á heimasíðu Westwien að ákvörðunin fyrir hann hafi verið einföld. Hann ætli sér að hjálpa liðinu að komast í hóp þriggja bestu liða Austurríkis og setur stefnuna á að verða meistari.Fleiri fréttir

Sjá meira