Viðskipti innlent

Svanhildur Nanna nýr stjórnarformaður VÍS

Haraldur Guðmundsson skrifar
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir var kjörin stjórnarformaður VÍS.
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir var kjörin stjórnarformaður VÍS.

Fjárfestirinn Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir var kjörin stjórnarformaður Vátryggingafélags Íslands (VÍS) á fyrsta fundi nýrrar stjórnar fyrirtækisins í gær. Þá var Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og sérfræðingur hjá Strategíu, kjörin varaformaður.

Svanhildur hafði áður í samtali við Markaðinn staðfest að hún ætlaði að bjóða sig fram í stjórn VÍS. Hún og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, eiga samanlagt um átta prósenta hlut í tryggingafélaginu. Guðmundur átti sæti í stjórn þess um tíma en dró framboð sitt í stjórn félagsins til baka á síðasta aðalfundi í mars í fyrra.

Ný stjórn VÍS var kjörin á aðalfundi félagsins gær en þar var einnig samþykkt tillaga um að VÍS greiði hluthöfum sínum 1.023 milljónir króna í arð vegna reksturs fyrirtækisins í fyrra. Aðalfundur samþykkti einnig að lækka hlutafé félagsins úr kr. 2.296.436.567 að nafnverði í kr. 2.223.497.541 að nafnverði, og að eigin hlutum félagsins að nafnverði kr. 72.939.026 sé þannig eytt.

Stjórn VÍS skipa: Gestur Breiðfjörð Gestsson, Helga Hlín Hákonardóttir, Herdís Dröfn Fjeldsted, Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Valdimar Svavarsson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,22
8
242.526
ICEAIR
0,66
11
85.648
MARL
0,29
12
438.347
ORIGO
0
1
497
TM
0
1
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,52
8
78.711
EIK
-1,42
5
129.885
REITIR
-1,11
8
236.805
SIMINN
-0,95
10
162.353
N1
-0,82
5
133.850