Sport

Búrið: Pungspörkin hjá Jouban eru óþolandi

Henry Birgir Gunarsson skrifar

Sérstakur upphitunarþáttur fyrir bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban, Búrið, er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld.

Þar verða styrkleikar og veikleikar Gunna og Jouban greindir af MMA-sérfræðingunum Dóra DNA og Pétri Marinó Jónssyni. Meðal þess sem skoðað er í þættinum eru lágspörkin hjá Jouban sem hann beitir mikið.

„Þegar menn þurfa að éta tíu svona spörk þá dregur það úr sprengikraftinum í löppunum og allt verður mikið erfiðara,“ segir Pétur Marinó.

„Svo opnar þetta líka fyrir önnur högg. Hollenskir sparkboxarar hafa gert þetta og komið svo með vinstri krók. Jouban kemur með vinstri beina,“ segir Dóri DNA og segir að Gunni eigi fullkomið vopn á móti þessu.

„Það er bein hægri og er kennt í sparkboxi. Gunni er með rosalega hægri beina.“

Spörkin hans Jouban geta líka verið hættuleg því hann á það til að sparka ansi oft í punginn á andstæðingnum.

„Hann er að sparka með vinstri í rétthentan mann í innavert lærið. Hann er mjög oft að sparka í klofið á mönnum. Það er óþolandi en ég held að það sé ekki viljandi,“ segir Pétur Marinó.

Sjá má þessa umræðu hér að ofan en þátturinn fer í loftið klukkan 22.25 á Stöð 2 Sport.

Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Fáðu þér áskrift á 365.is.


Tengdar fréttir

Mest stressaður þegar Gunni berst

Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, stendur ávallt við búrið þegar Gunnar berst. Hann segir Gunnar vera bestu auglýsingu sem í boði er fyrir Mjölni sem hefur farið úr litlum sal í höll á tæpum áratug.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira