Viðskipti innlent

Fákasel fær að leita nauðasamninga við kröfuhafa

Haraldur Guðmundsson skrifar
Hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi var lokað í febrúar.
Hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi var lokað í febrúar. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Suðurlands hefur veitt einkahlutafélaginu Fákaseli, sem rak samnefndan hestagarð í Ölfusi sem var lokað um miðjan febrúar vegna tapreksturs upp á mörg hundruð milljónir króna, heimild til að leita nauðasamninga við kröfuhafa.

Dómurinn auglýsti í byrjun mars eftir því að kröfum yrði lýst í búið innan fjögurra vikna. Samningsfrumvarp á að liggja fyrir 3. maí þegar kosið verður um það. Fagfjárfestasjóðurinn ITF 1 á um 90 prósenta hlut í Fákaseli. Sjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða.

Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, fjallaði um lokun Fákasels um miðjan febrúar. Kom þá fram að félagið hafði átt í talsverðum rekstrarerfiðleikum í þau þrjú ár sem hestagarðurinn var rekinn. Fákasel opnaði í janúar 2014 á jörðinni Ingólfshvoli í Ölfusi og hófust þá daglegar hestasýningar. Mikið var lagt í þær og höfðu reyndir framleiðendur, tækni- og leikhúsfólk aðkomu að hönnun og uppsetningu þeirra. Það ár skilaði reksturinn 136 milljóna króna tapi. Ári síðar nam tapið 167,7 milljónum samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. 


Tengdar fréttir

Fákaseli lokað eftir mikinn taprekstur

Hestasýningum Fákasels Í Ölfusi var hætt í síðustu viku. Icelandair Group, Landsbankinn og sjö lífeyrissjóðir áttu um 90 prósenta hlut í ferðaþjónustufyrirtækinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,22
8
242.526
ICEAIR
0,66
11
85.648
MARL
0,29
12
438.347
ORIGO
0
1
497
TM
0
1
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,52
8
78.711
EIK
-1,42
5
129.885
REITIR
-1,11
8
236.805
SIMINN
-0,95
10
162.353
N1
-0,82
5
133.850