Viðskipti innlent

Síminn greiðir hluthöfum 276 milljóna arð

Haraldur Guðmundsson skrifar
Síminn gaf í dag út ársskýrslu sína fyrir 2016.
Síminn gaf í dag út ársskýrslu sína fyrir 2016. Vísir/Anton Brink

Aðalfundur Símans samþykkti í gær tillögu stjórnar fjarskiptafélagsins um að greiddur verði út 275,5 milljóna arður til hluthafa vegna ársins 2016. Það nemur 0,029 krónum á hlut. Þetta kemur fram í fundargerð aðalfundar fjarskiptafélagsins.

Líkt og kom fram í Kauphallartilkynningu Símans þann 18. febrúar hagnaðist fyrirtækið um 2.755 milljónir króna í fyrra. Þá drógust tekur fyrirtækisins saman um tæpar þrjú hundruð milljónir, sem meðal annars skýrist af sölu dótturfélaganna Staka og Talentu. Rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 2.103 milljónir króna á fjórða ársfjórðungi 2016 samanborið við 1.654 milljónir króna á sama tímabili 2015.

Sjálfkjörið var í stjórn Símans á aðalfundinum. Í henni sitja þau; Bertrand B. Kan, Birgir Sveinn Bjarnason, Heiðrún Emilía Jónsdóttir, Sigríður Hrólfsdóttir, stjórnarformaður, og Stefán Árni Auðólfsson.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,22
8
242.526
ICEAIR
0,66
11
85.648
MARL
0,29
12
438.347
ORIGO
0
1
497
TM
0
1
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,52
8
78.711
EIK
-1,42
5
129.885
REITIR
-1,11
8
236.805
SIMINN
-0,95
10
162.353
N1
-0,82
5
133.850