Viðskipti innlent

Krónan veikst gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum

Haraldur Guðmundsson skrifar
Krónan hefur veikst um 1,2 prósent gagnvart breska pundinu það sem af er degi.
Krónan hefur veikst um 1,2 prósent gagnvart breska pundinu það sem af er degi.

Íslenska krónan hefur það sem af er degi veikst um rétt tæpt eitt prósent gagnvart sínum helstu viðskiptamyntum. Þegar þessi frétt er skrifuð hefur krónan veikst um eitt prósent gagnvart evru og um 0,1 prósent gagnvart Bandaríkjadollar. Evran stendur nú í 117,9 krónum og dollarinn í 109,9.

Krónan veiktist nokkuð á mánudag í kjölfar frétta af afnámi gjaldeyrishafta. Hagfræðideild Landsbankans spáði í gær rólegri styrkingu krónunnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira