Íslenski boltinn

Svona lítur nýr búningur Þórs/KA út

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sandra María Jessen og Ágústa Kristinsdóttir.
Sandra María Jessen og Ágústa Kristinsdóttir. Mynd/Kaffið.is

Þór og KA skrifuðu í dag undir samkomulag um áframhaldandi samstarf félaganna um sameiginlegan rekstur á meistaraflokki og 2. flokki kvenna.

Það vakti mikla athygli fyrr í vetur þegar aðalstjórn KA ákvað að ganga ekki aftur til samninga að nýju.

Eftir viðræður var ákveðið að semja að nýju en hluti af nýju samkomulagi er að búningarnir verða ekki lengur í hvítum og rauðum Þórslitum heldur í hlutlausum litum. Svartir og appelsínugulir búningar urðu fyrir valinu.

Sjá einnig: Kvennalið Þórs/KA spilar hvorki í Þórsbúningi né KA-búningi í sumar

Nýr samningur nær til ársins 2019 auk þess sem að meiri samvinna verður á milli félaganna um starfi yngri flokka.

Þór/KA varð Íslandsmeistari í Pepsi-deild kvenna árið 2012.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira