Viðskipti innlent

H&M auglýsir eftir tískufrömuðum á kassa

Haraldur Guðmundsson skrifar
Til stendur að opna þrjár fataverslanir H&M hér á landi.
Til stendur að opna þrjár fataverslanir H&M hér á landi. Vísir/Getty

Auglýst er eftir söluráðgjöfum í verslanir H&M hér á landi á vefsíðu Capacent í dag. Þar segir að allir starfsmenn sænska fataverslunarrisans þurfi að vera söludrifnir, félagslyndir og jákvæðir tískufrömuðir. Söluráðgjafar þurfi meðal annars að undirbúa útsölur og herferðir, fylgja verklagsreglum H&M, og sinna afgreiðslu á kassa í verslunum fyrirtækisins.

Tvær verslanir H&M eiga að opna hér á landi í haust og ein á næsta ári. Í upphafi árs var auglýst eftir verslunarstjórum, útstillingarfólki og markaðsfulltrúa. Vísir fjallaði í síðasta mánuði um mikinn áhuga á starfi markaðsfulltrúa H&M hér á landi en um 120 manns sóttu um. Umsækjendur um starfið voru síðar látnir vita að forsendur hefðu breyst og að gert sé ráð fyrir að markaðsfulltrúi verði staðsettur í Noregi í eitt ár og vinni þar með markaðsteymi H&M. Voru umsækjendur beðnir um að staðfesta að þeir hefðu enn áhuga á starfinu og vildu þar með halda áfram í umsóknarferlinu.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,22
8
242.526
ICEAIR
0,66
11
85.648
MARL
0,29
12
438.347
ORIGO
0
1
497
TM
0
1
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,52
8
78.711
EIK
-1,42
5
129.885
REITIR
-1,11
8
236.805
SIMINN
-0,95
10
162.353
N1
-0,82
5
133.850