Fótbolti

Juan Mata tryggði Manchester United sigur og sæti í átta liða úrslitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Juan Mata fagnar sigurmarki sínu.
Juan Mata fagnar sigurmarki sínu. vísir/getty

Manchester United er komið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á rússneska liðinu Rostov í seinni leik liðanna á Old Trafford í kvöld.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og Manchester United vann því 2-1 samanlagt.

Spánverjinn Juan Mata var hetja sinna manna í kvöld en hann skoraði sigurmarkið á 70. mínútu eftir hælsendingu frá Zlatan Ibrahimovic.

Þetta var tíunda mark Mata á tímabilinu en hann hefur skoraði mikilvæg mörk á þessari leiktíð.

Manchester United er því skrefi nær að vinna Evrópudeildina og tryggja sér Meistaradeildarsæti.

Manchester United liðið hefur ekki komist svona langt í UEFA-bikarnum/Evrópudeildinni síðan árið 1985.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira