Viðskipti erlent

ESB samþykkti samruna AT&T og Time Warner

Haraldur Guðmundsson skrifar
Hluthafar Time Warner samþykktu samrunann í síðasta mánuði.
Hluthafar Time Warner samþykktu samrunann í síðasta mánuði. Vísir/EPA

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) samþykkti í gær 85 milljarða dala samruna fjarskiptarisans AT&T Inc. og fjölmiðlafyrirtækisins Time Warner. Fyrirfram var talið að samruninn myndi fljúga í gegn hjá ESB en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna á enn eftir að samþykkja viðskiptin.

Samkvæmt frétt Reuters um málið er gert ráð fyrir að samruninn muni endanlega ganga í gegn fyrir lok árs. Þar er bent á að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var mótfallinn sameiningu fyrirtækjanna tveggja á meðan á kosningaherferð hans stóð. Blaðamanni Reuters hafi í janúar verið tjáð að Trump væri enn á sömu skoðun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
0,63
11
131.700
ICEAIR
0,3
12
176.055
HAGA
0,24
3
43.012
SIMINN
0,23
1
8.620
REITIR
0,22
5
77.781

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-0,85
4
17.458
VOICE
-0,79
1
34.575
GRND
-0,68
18
209.599
N1
-0,59
1
13.825
VIS
-0,49
2
1.217