Viðskipti erlent

ESB samþykkti samruna AT&T og Time Warner

Haraldur Guðmundsson skrifar
Hluthafar Time Warner samþykktu samrunann í síðasta mánuði.
Hluthafar Time Warner samþykktu samrunann í síðasta mánuði. Vísir/EPA

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) samþykkti í gær 85 milljarða dala samruna fjarskiptarisans AT&T Inc. og fjölmiðlafyrirtækisins Time Warner. Fyrirfram var talið að samruninn myndi fljúga í gegn hjá ESB en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna á enn eftir að samþykkja viðskiptin.

Samkvæmt frétt Reuters um málið er gert ráð fyrir að samruninn muni endanlega ganga í gegn fyrir lok árs. Þar er bent á að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var mótfallinn sameiningu fyrirtækjanna tveggja á meðan á kosningaherferð hans stóð. Blaðamanni Reuters hafi í janúar verið tjáð að Trump væri enn á sömu skoðun.
Fleiri fréttir

Sjá meira