Körfubolti

Benedikt reiður: Stóru strákarnir fá enga vernd frá dómurunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Akureyri, var ekki ánægður með frammistöðu dómaranna í leik sinna manna gegn KR í gær.

Sérstaklega var Benedikt ósáttur við hversu hart KR-ingar fengu að ganga í vörninni gegn hinum hávaxna Tryggva Snæ Hlinasyni.

„Við erum að reyna að nýta stóra strákinn en hann bara fær ekkert,“ segir Benedikt en hann var ekki alltaf sáttur með dómgæsluna og talaði um að það hefðu verið tveir góðir dómarar í leiknum. Hann var augljóslega ósáttur við þann þriðja.

„Þeir höfðu engin áhrif á úrslit leiksins. Ég er búinn að vera með Tryggva núna í tvö ár og ég var með Ragga Nat þar á undan. Ég er orðinn langþreyttur á því hvernig menn fá að spila á þessa stóru stráka.

„Við eigum einn og einn svona. Þeir eru ekkert verndaðir. Ég er búinn að ræða við hvern einasta dómara að minnsta kosti tíu sinnum. Það eru kannski þrír til fjórir dómarar sem taka eftir því þegar það er brotið á Tryggva. Þvi miður eru þeir ekki fleiri.“

Sjá má viðtalið við Benedikt hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira