Viðskipti innlent

Björn og Halldóra Gyða til Kynnisferða

Halldóra Gyða og Björn hafa verið ráðin til Kynnisferða.
Halldóra Gyða og Björn hafa verið ráðin til Kynnisferða.

Kynnisferðir – Reykjavík Excursions hefur ráðið til sín tvo nýja stjórnendur. Björn Ragnarsson hefur verið ráðinn nýr rekstrarstjóri hópbifreiðasviðs fyrirtækisins og Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé nýr rekstrarstjóri sölu- og markaðssviðs.

Í tilkynningu frá fyfirtækinu segir að Björn Ragnarsson hafi víðtæka reynslu af rekstri og hafi meðal annars verið framkvæmdastjóri bílaleigunnar ALP ehf. (AVIS og Budget) og fjármálastjóri Bláa lónsins. „Til Kynnisferða kemur hann frá Bílabúð Benna þar sem hann hafði frá árinu 2012 gegnt starfi framkvæmdastjóri bílasviðs og þar áður starfi fjármálastjóra hjá sama fyrirtæki.

Björn er með cand.oecon. próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann er giftur Kolbrúnu Sigurþórsdóttur lyfjatækni og eiga þau þrjú börn á aldrinum 6 til 11 ára auk þess sem Björn á 20 ára gamlan son.

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé hefur töluverða reynslu af sölu-, rekstrar- og markaðsmálum. Hún kemur til Kynnisferða frá Íslandsbanka, þar sem hún starfaði sem útibússtjóri í Garðabæ frá árinu 2008.  Halldóra starfaði áður sem framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Opnum kerfum frá 2006 til 2008 og sem markaðsstjóri sama fyrirtækis frá 2000. Hún hefur einnig verið Dale Carnegie þjálfari í hlutastarfi frá 2005.

Halldóra er með M.Sc. próf í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. próf í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Hún er gift Óla Svavari Hallgrímssyni kjötiðnaðarmanni og eiga þau einn son, Kristófer Björn,“ segir í tilkynningunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira